Aurora Light kjóll
- Venjulegt verð
- 34.990 kr
- Söluverð
- 34.990 kr
- Venjulegt verð
- Einingaverð
- á
Upplifðu glæsileikann og þægindin í handsaumuðum Aurora Light hör-Tencel kjól frá Sigurdóttir! Kjólinn er handsaumaður á Balí í örfáum eintöku en aðeins 10 kjólar voru saumaðir í fyrstu framleiðslu og alls óvíst hvort þeir verði framleiddir aftur.
Aurora Light kjóllinn kemur í fallegum dimmbláum lit sem hentar öllum fullkomlega. Fullkomnir fyrir veislur eða hversdags því kjólarnir okkar sameina tímalausan stíl og sjálfbæran lúxus. Hin einstaka blanda af hör og Tencel efni er með einstaka öndunareiginleika og er mjúkt við húðina, sem gerir það tilvalið fyrir konur sem upplifa náttúrulegar breytingar.
Aurora Light kjóllinn er síður, með stílhreinum klaufum á báðum hliðum og rúnaðri faldlínu. Hann kemur með extra langt belti, litlum kraga og V-hálsmáli fyrir hófstilltan glæsileika.
Kjólana er hægt að nota á mismunandi hátt. Þú getur valið að nota ekki beltið fyrir afslappað útlit og parað með strigaskóm eða sandölum. Sömuleiðis getur þú klætt þig fínt upp með því að festa beltið tvöfalt, farið í fína hælaskó og bætt við fallegum skartgripum og ert þá tilbúin fyrir sparileg tilefni.
Umhirðuleiðbeiningar:
· Handþvoið varlega í köldu vatni með kjólinn á röngunni
· Notaðu þvottaefni fyrir viðkvæman þvott
· Ekki leggja í bleyti
· Straujið á bakhliðinni við meðalhita
· Athugið að kjólinn getur styttst um 5% - 10% í fyrsta þvotti
Efni:
80% hör og 20% Tencel
Kemur í 2 stærðum: Small/Medium og Large/Extra-Large
Lengd: 130 cm
Breidd: S/M: 60 cm L/XL: 66 cm
Módelið er 170 cm á hæð
Hin fullkomna blanda! Ávinningurinn af hör og Tencel:
1. Öndun og þægindi:
Hör er þekkt fyrir náttúrulega öndun, sem gerir það fullkomið fyrir heitfengar konur og heitara veður! Þegar það er sameinað Tencel verður efnið enn mýkra og þægilegra og gefur svalandi og frískandi tilfinningu við húðina.
2. Sjálfbærni:
Bæði hör og Tencel eru umhverfisvænar trefjar. Hör er búið til úr línplöntunni (Linum Usitatissimum) sem krefst lágmarks vatns og skordýraeiturs. Tencel er unnið úr sjálfbærri viðarkvoðu og er framleitt með umhverfisvænu ferli. Saman mynda þau efni sem er gott fyrir bæði jörðina og þig.
3. Styrkur og ending:
Hör er ein af sterkustu náttúrutrefjunum og Tencel eykur seiglu þess. Þessi blanda tryggir að kjóllinn þinn heldur lögun sinni og fegurð, dag eftir dag, þvott eftir þvott.
4. Lúxus áferð:
Samsetningin af hör og Tencel skapar efni með silkimjúkri áferð og fíngerðum gljáa. Þetta gefur kjólunum okkar fágað og glæsilegt útlit sem er fullkomið fyrir hvaða tilefni sem er.
5. Auðveld umhirða:
Lín-Tencel blandan okkar er hönnuð til að vera auðveld í umhirðu. Efnið krumpast minna en hreint hör og þolir þvott betur án þess að missa glæsileikann.
Ekki missa af þessum frábæru og einstöku Sigurdóttir kjólum!