Frí heimsending innanlands fyrir pantanir yfir 20.000 kr

 

 

Hefðbundna indónesíska Batik efnið

Hefðbundnu Indónesísku efnin sem við notum segja sína eigin sögu. Við handveljum hefðbundnu efnin okkar hjá handverksmönnum á líflegum mörkuðum á indónesísku eyjunum. Efnin okkar fanga tímalausa fegurð hefðbundinna indónesískra batikmynstra.

Batik er talin list. Uppruna þess má rekja aftur til 13. aldar! Tímalaus fegurð Batik efna kemur fram í í skærum litum þeirra og mynstrum. Þú getur séð allt frá blómamyndum til bjartra geometrískra mynsta!

Þegar við erum í ferlinu að velja efnin er það dans við takta Indónesíu. Efnin okkar eru í takmörkuðu upplagi þar sem einstakur ófyrirsjáanleiki Indónesíu þýðir að við getum ekki alltaf fengið það sama aftur! En við fögnum þessum óútreiknanleika þar sem hvert efni er sérstakt og einstakt.

Hins vegar gæti það komið fyrir (og gerist oft!) að við fáum ekki sama efni aftur eða ekki með alveg sama efnainnihaldi – ráðgáta sem undirstrikar enn frekar þetta balíska flæði og tengsl þess við hönnunina okkar. Balí, ólíkt Vesturlöndum, starfar eftir sinni eigin sérstöku klukku.

Balíska fólkið lifir í núinu og finnur gleðina í augnablikinu. Það er þessi áhyggjulausa nálgun sem sést svo vel á brosunum og hamingjunni sem þú sérð á andlitum Balíbúa. Sigurdóttir vill tileinka sér þennan anda, að hann sjáist og upplifist í vörunum okkar og hönnuninni. Það er í einfaldleika og hamingju balísks lífs sem við finnum innblástur.