Frí heimsending innanlands fyrir pantanir yfir 20.000 kr

KASTLJÓSIÐ

Þetta er það sem er mikilvægt fyrir okkur

Heilindi

Heilindi eru hornsteinn Sigurdóttur. Í allri ákvarðanatöku horfum við til gilda okkar og högum okkar viðskiptum í samræmi við þau. Þetta sést best í því hvernig við rekum fyrirtækið og hvernig við framleiðum vörurnar okkar. Vörurnar okkar eru allar handgerðar í litlu upplagi af litla teyminu okkar sem samanstendur af afbragðs balískum handverksmönnum. Við fjöldaframleiðum ekki í verksmiðjum. Við vinnum með balískum handverksmönnum okkar á persónulegum vettvangi. Handverksmenn okkar fá greidd sanngjörn laun og vinna á heimilum sínum. Að hafa heilindi og heiðarleika að leiðarljósi er okkur gríðarlega mikilvæg

Einfaldleiki

Við hjá Sigurdóttir fögnum fegurð einfaldleikans. Tímalausu flíkurnar okkar og fylgihlutirnir bera merki áreynsluleysis og glæsileika. Sigurdóttir horfir til "hæglætis tísku" (slow fashion) með því að stuðla að meðvituðum kaupum á gæðum sem endast lengur en tískustraumar og hægt er að nota árið um kring - hæglætis tíska þar sem varan eru tímalaus. Uppgötvaðu gildið í hæglætis tísku með sígildum hlutum sem er hægt að klæðast á marga vegu. Við trúum á gleðina sem einfaldleikinn hefur í för með sér og við trúum á að hægt sé að skapa vörur sem auðga einfalt og innihaldsríkt líf.

Gleði

Líf ríkt af heilindum er einnig ríkt af gleði. Markmið okkar er að færa þér gleði og sameina heillandi landslag Íslands og Balí í tímalausa tísku. Með skuldbindingu okkar um hæglætis tísku, búum við til margnota vörur sem vekja upp gleði, fagna einstaklingseinkennum þínum og endurspegla fegurð þessarar tveggja fjölbreyttu menningarheima. Uppgötvaðu gleðina, heilindin og einfaldleikann með Sigurdóttur.