Aurora natural kjóll
- Venjulegt verð
- 26.990 kr
- Söluverð
- 26.990 kr
- Venjulegt verð
- Einingaverð
- á
Aurora kjólarnir okkar eru úr mjúku náttúrulegu hör og rayon. Þeir eru einstakir og glæsilegir og allir handsaumaðir á Balí af okkar listræna klæðskera. Þú getur núna valið á milli tveggja tímalausra lita: natural og svart. Eins og allar vörurnar okkar eru þeir fáanlegir í takmörkuðu upplagi.
Aurora kjólarnir eru síðir og þokkafullir með klaufum á báðum hliðum. Extra langa beltið gefur þér marga möguleika að klæðast kjólnum og hann er með litlum, flottum kraga og V-hálsmáli.
Kjólana er hægt að nota á mismunandi hátt. Þú getur valið að nota ekki beltið fyrir afslappað útlit og parað með strigaskóm eða sandölum. Sömuleiðis getur þú klætt þig fínt upp með því að festa beltið tvöfalt, farið í fína hælaskó og bætt við fallegum skartgripum og ert þá tilbúin fyrir sparileg tilefni.
Þvottaleiðbeiningar: Handþvoið varlega í köldu vatni og hafið kjólinn á röngunni. Athugið að kjólinn getur styttst um 5% í fyrsta þvotti. Ekki leggja í bleyti.
Efni: 20% hör og 80% rayon
Stærð: Kemur í 2 stærðum: Small/Medium og Large/Extra Large
Lengd: 130 cm
Breidd: S/M: 60 cm L/XL: 66 cm
Módelið er 170 cm á hæð